Samstarf tréskurðarfólks og Stofnunar Wilhelms Beckmanns
- atli45
- Dec 7, 2024
- 1 min read
Stofnun Wilhelms Beckmanns styrkti tréskurðarnámskeið á vegum Félags áhugafólks um tréskurð – FÁT um mánaðarmótin september/október 2024. Leiðbeinandi á námskeiðinu var Markus Flück, sem er hátt skrifaður í sínu fagi í heimalandinu, Sviss. Hann er rektor Schule für Holzbildhauerei í borginni Brienz, 140 ára gamals skóla í tréskurðarlistum og einu menntastofnunar sinnar tegundar þar í landi.
Markus stjórnar skólanum og kennir þar líka, er jafnframt starfandi trélistamaður og menntaður ljósmyndari.
Fjallað er í bókinni Trélistalífi um Markus, viðfangsefni hans ytra og námskeiðið í Kópavogi.
Stofnun Wilhelms Beckmanns styrkir líka útgáfu bókarinnar og hefur nú þegar ákveðið að styrkja og taka þátt í afmælissýningu FÁT 2026 þegar 30 ár verða liðin frá stofnun félagsins.
Wilhelm Beckmann var þýskur tréskurðarmeistari sem flýði til Íslands á millistríðsárunum, settist að og starfaði hér alla tíð við útskurð og listsköpun af ýmsu tagi. Hann lést 1965.
Atli Rúnar Halldórsson ritstýrði bókinni Beckmann sem út kom 2020, utgefinni af Svarfdælasýsli forlagi sf. og Stofnun Wilhelms Beckmanns.
Beckmann var fyrsti bæjarlistamaður Kópavogs 1954. Hann var myndhöggvari í tré og stein. Það er líka Jón Adolf Steinólfsson, bæjarlistamaður Kópavogs 2015.
Bókin Trélistalíf var gefin út í vinnustofu Jóns Adolfs í Kópavogi 7. desember 2024 í teiti á vegum Svarfdælasýsls forlag og FÁT.
Þannig eiga málin á stundum snertifleti og tengingar þvers og kruss.
Comments